Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Vinnutími og viðvera

Veikindi barna

Samkvæmt kjarasamningum nýtur starfsfólk sérstaks og sjálfstæðs réttar vegna veikinda barna yngri en 13 ára. Foreldri á rétt á tólf vinnudögum (96 vinnuskyldustundir miðað við fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir þrettán ára aldri. Rétturinn stofnast strax við ráðningu. Greiða skal dagvinnulaun og vaktaálag samkvæmt reglubundinni vaktskrá.

Veikindi barna í orlofi

Ef foreldri er í orlofi og barn viðkomandi veikist í orlofinu hefur það ekki áhrif á orlofstöku foreldris.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.