Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Ef ég skil við maka minn, missi ég þá réttindin mín?
Það fer meðal annars eftir því hve lengi þú hefur búið á Íslandi og aðstæðum þínum við skilnaðinn.
Ef þú hefur búið á Íslandi og verið með dvalarleyfi í að minnsta kosti tvö ár, geturðu sótt um endurnýjun dvalarleyfis á nýjum grundvelli. Það getur verið að þú uppfyllir skilyrði dvalarleyfis á grundvelli sérstakra tengsla. Athugaðu að það eru fleiri skilyrði sem þú þarft að uppfylla.
Þú þarft að sækja um endurnýjun dvalarleyfis á nýjum grundvelli til þess að halda dvalarrétti þínum. Athugaðu að dvalartími sem telur upp í ótímabundið dvalarleyfi glatast ekki ef þú passar að sækja um endurnýjun áður en dvalarleyfið rennur út.
Ef þú hefur orðið fyrir misnotkun eða ofbeldi í hjúskap þínum, getur verið að þú eigir rétt á dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla þótt þú uppfyllir ekki tímaskilyrði. Hafðu í huga að þú verður beðin/-n um að leggja fram gögn máli þínu til stuðnings.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?