Fara beint í efnið

Má maki minn vera á landinu meðan umsókn er í vinnslu?

Maki er á landinu:

Maki má vera á landinu meðan umsókn er í vinnslu. Nema verið sé að sækja um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar eða sambúðar við námsmann í framhaldsnámi.

Maki er ekki á landinu:

Maki sem er áritunarskyldur má ekki koma til landsins fyrr en dvalarleyfið hefur verið veitt.

Maki sem er ekki áritunarskyldur má koma til landsins. Nema verið sé að sækja um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar eða sambúðar við námsmann í framhaldsmámi.

Makar námsmanna:

Makar námsmanna í framhaldsnámi mega aðeins dvelja á landinu svo lengi sem samanlögð dvöl þeirra á Schengen-svæðinu fer ekki yfir 90 daga á síðastliðnu 180 daga tímabili. Fari dvöl fram yfir þann tíma áður en leyfi hefur verið veitt stöðvast vinnsla umsóknar þar til umsækjandi hefur farið af landi brott og lagt fram brottfararspjald því til sönnunar.

Athugaðu hvort þú þarft vegabréfsáritun til Íslands.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900