Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Hver eru skilyrði ótímabundins dvalarleyfis?
Þú þarft að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera með gilt dvalarleyfi.
Hafa búið á Íslandi í 4 ár - með undantekningum.
Maki íslensks ríkisborgara getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir þriggja ára dvöl á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskapar/sambúðar.
Barn íslensks ríkisborgara getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir að hafa haft dvalarleyfi hér samfellt í 2 ár fyrir framlagningu umsóknar. Foreldrið þarf að hafa verið íslenskur ríkisborgari í 5 ár.
Erlendur ríkisborgari sem hefur lokið doktorsnámi á Íslandi og hefur haft dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar í minnst 3 ár fyrir framlagningu umsóknar.
Erlendur ríkisborgari sem hefur haft dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis í að minnsta kosti 2 ár og hefur áður dvalið hér á landi í samfelldri dvöl samkvæmt dvalarleyfi vegna náms, þannig að heildardvöl sé að minnsta kosti 4 ár.
Hafa verið í samfelldri dvöl á Íslandi.
Hafa sótt íslenskunámskeið.
Hafa trygga framfærslu.
Ekki eiga ólokið mál í refsivörslukerfinu.
Nánari upplýsingar um skilyrðin er að finna á síðunni Ótímabundið dvalarleyfi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?