Fara beint í efnið

Ég er maki Íslendings, má ég vinna á meðan umsóknin mín er í vinnslu?

Ef þú ert maki Íslendings þá máttu vinna á meðan dvalarleyfisumsóknin þín er í vinnslu. Nánari upplýsingar um atvinnuleyfi má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Hjúskaparmakar íslenskra ríkisborgara mega byrja að vinna um leið og umsókn um dvalarleyfi fyrir maka hefur verið lögð fram og greidd. Til að geta stofnað bankareikning fyrir laun sín geta þeir sótt um kerfiskennitölu til Skattsins

  • Umsóknin þarf að vera undirrituð bæði af umsækjanda og launagreiðanda.

  • Umsækjandi þarf að koma með umsóknina ásamt vegabréfi/ferðaskilríki í afgreiðslu Skattsins.

Sambúðarmakar íslenskra ríkisborgara mega ekki byrja að vinna fyrr en dvalarleyfi hefur verið veitt. 

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900