Fara beint í efnið

Þarf ég að hafa klárað 150 tíma íslenskunám til að fá ótímabundið dvalarleyfi?

Þú þarft annað hvort að hafa lokið 150 tíma íslenskunámi með að lágmarki 85% tímasókn eða taka stöðupróf í íslensku hjá aðilum viðurkenndum af Menntamálastofnun.

Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum af eftirtöldum ástæðum:

  • Umsækjandi er eldri en 65 ára og hefur búið hér á landi í að minnsta kosti sjö ár.

  • Umsækjandi getur ekki af líkamlegum eða andlegum ástæðum tekið þátt í íslenskunámskeiði og það er staðfest af þar til bærum sérfræðingi.

  • Umsækjandi getur lagt fram gögn sem staðfesta að hann hafi lokið námi á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólastigi á íslensku sem gefur tilefni til að ætla að viðkomandi hafi öðlast fullnægjandi færni í íslensku.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900