Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Þarf ég að taka próf í íslensku eða er nóg að taka námskeið?
Það er nóg að taka námskeið í íslensku, þú þarft ekki að taka próf líka. Þú þarft að sitja 150 stunda námskeið sem haldið er af aðilum viðurkenndum af Menntamálastofnun.
Einnig er tekið við staðfestingu á námi í íslensku hjá Háskóla Íslands og íslenskum framhaldsskólum.
Ef þú ert búin að læra íslensku getur þú tekið stöðupróf hjá aðilum viðurkenndum af Menntamálastofnun. Ef þú nærð því prófi þarftu ekki að fara á námskeið í íslensku.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?