Fara beint í efnið

Má ég vera á Íslandi þegar ég sæki um atvinnuleyfi?

Það fer eftir því hvers konar dvalarleyfi á grundvelli atvinnu þú ert að sækja um og hvort þú þarft áritun til Íslands.

Ef þú þarft áritun til Íslands og ætlar að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu vegna skorts á starfsfólki, þá máttu ekki vera á landinu þegar þú sækir um.

Ef þú ætlar að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu vegna sérfræðiþekkingar, vegna samstarfs- eða þjónustusamninga eða fyrir íþróttafólk, þá máttu vera á landinu þegar þú sækir um dvalarleyfið og vera á landinu innan gildistíma áritunarinnar.

Nánari upplýsingar um heimild til dvalar á landinu fyrir umsækjendur um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu er að finna neðarlega á síðunni Dvalarleyfi vegna atvinnu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900