Fara beint í efnið

Get ég sótt um dvalarleyfi fyrir foreldra mína?

Á síðunni Athugaðu hvort þú þurfir dvalarleyfi til að vera á Íslandi geturðu fengið persónubundið svar við spurningunni byggt á nauðsynlegum viðbótarupplýsingum um þig og foreldra þína.

Gættu þess að svara spurningunum út frá foreldrum þínum en ekki þér.

Ef þú ert íslenskur ríkisborgari, ríkisborgari annars norræns ríkis, EES eða EFTA borgari eða með dvalarleyfi vegna atvinnuþátttöku, dvalarleyfi vegna náms, dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar eða sambúðar, dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið, dvalarleyfi vegna BREXIT eða ótímabundið dvalarleyfi getur þú sótt um dvalarleyfi fyrir foreldra þína séu þau eldri en 67 ára og á þínu framfæri.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900