Fara beint í efnið

Hvað gildir dvalarleyfi fyrir námsmenn lengi?

Gildistími dvalarleyfis fyrir námsmenn fer eftir skráningu í nám og framfærslugetu.

Þú getur ekki fengið leyfi sem gildir lengur en skráning í nám segir til um og þú þarft að geta sýnt fram á trygga sjálfstæða framfærslu út gildistíma dvalarleyfis.

Námsmaður, sem er skráður í nám í tvær annir en getur aðeins sýnt fram á trygga framfærslu fyrir eina önn, getur aðeins fengið útgefið dvalarleyfi fyrir eina önn.

Athugaðu að vegabréf þitt þarf að vera í gildi þrjá mánuði umfram dvalarleyfistímann.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900