Fara beint í efnið

Get ég sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir að hafa verið með námsmannaleyfi í fjögur ár?

Nei. Dvalarleyfi fyrir námsmenn er ekki grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Ef þú hefur aðeins verið með námsmannaleyfi, getur þú ekki sótt um ótímabundið dvalarleyfi.

Ef þú dvelur áfram á Íslandi að námi loknu, á dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis, til dæmis dvalarleyfi fyrir sérfræðing, þá geturðu sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir tvö ár á slíku leyfi.

Til að uppfylla þessa undanþágu þarf einstaklingur að hafa verið í samfelldri fjögurra ára dvöl á Íslandi, fyrst á námsmannaleyfi í minnst tvö ár og síðan á dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis í önnur tvö ár að minnsta kosti.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900