Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Get ég sótt um dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlim sem er yngri en 18 ára?
Það eru ákveðin skilyrði sem þú og barnið þurfið að uppfylla til þess að eiga rétt á dvalarleyfi fyrir barn.
Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa að uppfylla almenn skilyrði dvalarleyfis. Þegar sótt er um dvalarleyfi fyrir barn þurfa foreldri/ar og barn einnig að uppfylla sérstök skilyrði. Barnið þarf að vera yngra en 18 ára, búa hjá foreldri og barnið þarf að vera í forsjá og á framfæri foreldris.
Foreldri sem býr á Íslandi þarf þannig að vera bæði með forsjá og vera kyn- eða kjörforeldri barnsins. Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns getur ekki fengið dvalarleyfi fyrir barn nema hafa ættleitt barnið. Hafa þarf í huga að ættleiðingin þarf að vera í samræmi við íslensk ættleiðingarlög til þess að hún sé tekin gild.
Einnig þarf skriflegt samþykki þess forsjáraðila sem ekki býr á Íslandi að fylgja umsókn ef foreldrar deila forsjá. Skjalið þarf að staðfesta að forsjáraðili sé samþykkur því að barnið flytjist til Íslands.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?