Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir börn

Dvalarleyfi fyrir börn

Skilyrði


Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa

  • að geta sannað á sér deili með gildu vegabréfi

  • að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi

  • að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði


Sérstök skilyrði fyrir umsækjendur um dvalarleyfi fyrir barn

  • Barnið er yngra en 18 ára.

    • Athugið að barnið verður að vera yngra en 18 ára þegar umsókn er lögð fram en má vera orðið 18 ára þegar dvalarleyfi er veitt.

  • Barnið á foreldri sem býr á Íslandi og uppfyllir skilyrðin hér að neðan.

  • Barnið er í forsjá og á framfæri þess foreldris sem það sækir um fjölskyldusameiningu við.

Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns á ekki rétt á dvalarleyfi fyrir barnið nema forsjáraðilinn hafi jafnframt ættleitt það.

Ættleiðingu þarf að vera lokið áður en umsókn er lögð fram og hún þarf að vera gerð í samræmi við íslensk lög. Ef einstaklingur búsettur hér á landi ætlar að ættleiða barn erlendis, þarf forsamþykki sýslumanns fyrir henni, sjá lög um ættleiðingar númer 130/1999.

  • Barnið mun búa hjá forsjárforeldri sínu.

  • Ef báðir foreldrar fara með forsjá barns þarf það foreldri sem ekki er sótt um fjölskyldusameiningu við að samþykkja að barnið fái dvalarleyfi hér á landi.


Skilyrði sem foreldri umsækjanda þarf að uppfylla

Dvalarleyfi fyrir börn

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun