Fara beint í efnið

Ég fór frá maka mínum vegna ofbeldis, missi ég dvalarleyfið mitt?

Ljúki hjúskap eða sambúð vegna þess að handhafi makaleyfis eða barn viðkomandi hefur sætt ofbeldi eða misnotkun í sambandinu er heimilt að veita viðkomandi dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við Ísland.

Ákvörðun um endurnýjun dvalarleyfis á þessum grundvelli er undantekning og þarf Útlendingastofnun að meta þau gögn sem liggja fyrir í hverju og einu máli fyrir sig. Til þess þurfa stofnuninni að berast eins ítarleg gögn og mögulegt er.

Útlendingastofnun tekur fram að ekki eru lagðar of strangar sönnunarkröfur á umsækjanda um ástæður sambandsslita en umsækjandi þarf þó að sýna fram á misnotkunina eða ofbeldið eins og mögulegt er.

Almenn viðmið

  • Þú verður að hafa verið áður með dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins eða sambúðarinnar.

  • Ofbeldið eða misnotkunin þarf að hafa verið tilkynnt lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum eða önnur gögn að benda til þess. 

  • Athugaðu að læknaskýrslur, sálfræðiskýrslur, lögregluskýrslur eða yfirlýsing frá Kvennaathvarfi eða öðrum stofnunum þar sem þú hefur dvalið, geta stutt frásögnina.

  • Þú þarft áfram að uppfylla framfærsluskilyrði sem og önnur skilyrði laganna og ríkar sanngirnisástæður þurfa að mæla með því.

    • En, víkja má frá framfærsluskilyrðum ef framfærsla er ótrygg um skamma hríð. Þá skiptir einnig máli að hjúskapur eða sambúð hafi ekki varað í mjög skamman tíma. 

Sjónarmið að baki þessu ákvæði eru þau að koma í veg fyrir að einstaklingur telji sig knúinn til að vera áfram í hjúskap eða sambúð svo að hann haldi dvalarleyfi sínu þótt viðkomandi einstaklingur eða börn hans sæti misnotkun eða ofbeldi af hálfu maka.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900