Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Hvað þýðir að ég megi vinna meira en 22,5 klukkutíma á viku í fríum samkvæmt námsskrá?
Allir skólar eru með svokallaða námsskrá þar sem skilgreint er hvenær eru námsleyfi, svo sem sumar- og jólafrí. Námsskráin gæti líka heitið skóladagatal eða kennslualmanak.
Þú mátt vinna meira en 22,5 klukkutíma á viku (60% starfshlutfall) þegar það er frí í skólanum hjá þér samkvæmt námsskrá skólans þíns. Þú þarft ekki að láta Útlendingastofnun eða Vinnumálastofnun vita.
Ef þú ert ekki þegar með atvinnuleyfi eða ef vilt vinna hjá öðrum vinnuveitanda í fríinu, þarftu að sækja um tímabundið atvinnuleyfi fyrir námsmenn og fá það útgefið áður en þú byrjar að vinna.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?