Fara beint í efnið

Hvað þýðir að ég megi vinna meira en 22,5 klukkutíma á viku í fríum samkvæmt námsskrá?

Allir skólar eru með svokallaða námsskrá þar sem skilgreint er hvenær eru námsleyfi, svo sem sumar- og jólafrí. Námsskráin gæti líka heitið skóladagatal eða kennslualmanak.

Þú mátt vinna meira en 22,5 klukkutíma á viku (60% starfshlutfall) þegar það er frí í skólanum hjá þér samkvæmt námsskrá skólans þíns. Þú þarft ekki að láta Útlendingastofnun eða Vinnumálastofnun vita.

Ef þú ert ekki þegar með atvinnuleyfi eða ef vilt vinna hjá öðrum vinnuveitanda í fríinu, þarftu að sækja um tímabundið atvinnuleyfi fyrir námsmenn og fá það útgefið áður en þú byrjar að vinna.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900