Sækja um atvinnuleyfi
Á þessari síðu
Nám
Skilyrði
Að einstaklingur sem á að ráða til starfa hafi gert ráðningarsamning við atvinnurekanda.
Að starfshlutfall viðkomandi sé ekki meira en 60%, nema vinna sem innt er af hendi í námsleyfi eða í verknámi.
Að einstaklingnum hafi verið veitt dvalarleyfi vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga.
Nauðsynleg gögn
Frumrit af umsókn
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna náms
Ráðningarsamningur
Ráðningarsamningurinn er gerður milli einstaklingsins og atvinnurekandans. Í honum þarf meðal annars að koma fram:
Upplýsingar um fyrirhugað starf útlendings hjá atvinnurekandanum.
Upplýsingar um starfshlutfall.
Upplýsingar um vinnufyrirkomulag.
Upplýsingar um lífeyrissjóð sem greiða á til vegna starfa útlendings.
Launakjör útlendings þurfa að vera í samræmi við gildandi kjarasamninga. Allar launatölur þurfa að koma fram á samningi.
Atvinnuleyfi vegna starfsnema og iðnnema
Heimilt er að sækja um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa starfsnema og iðnnema sem sinna verknámi á vinnustað. Í þeim tilvikum er námsmanni heimilt að vera í fullu starfshlutfalli þann tíma sem starfsnámið fer fram.
Skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis er að gerður hafi verið ráðningarsamningur sem tryggir nemanum laun til samræmis við gildandi lög og kjarasamninga og að lögð sé fram staðfesting frá þeirri menntastofnun, sem neminn stundar nám við, um að starfsnámið sé hluti af námi viðkomandi og sé metið til eininga. Atvinnuleyfi fást ekki veitt vegna ólaunaðs starfsnáms eða ólaunaðrar starfsþjálfunar.
Undirskriftir
Bæði einstaklingurinn sem á að ráða til starfa og fulltrúi hlutaðeigandi vinnuveitanda þurfa að skrifa undir umsókn og ráðningarsamning.
Ábyrgð umsækjenda
Það er á ábyrgð umsækjenda að leggja fram nauðsynleg gögn með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi. Ef nauðsynleg gögn vantar getur afgreiðsla umsóknarinnar tafist eða henni verið synjað. Vinnumálastofnun óskar eftir viðbótargögnum ef þörf er talin á þeim.
Skila umsókn
Umsókninni er skilað til:
Útlendingastofnunar
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Utan höfuðborgarsvæðis
Umsókn er skilað til viðeigandi skrifstofu sýslumanns.
Starfshlutfall námsmanna
Almennt er námsmönnum óheimilt að starfa meira en sem nemur 60% starfshlutfalli meðan á námsönn stendur. Vinnumálastofnun getur í undantekningartilvikum veitt atvinnuleyfi umfram 60% starfshlutfall þegar starf er í beinum tengslum við nám námsmanns svo sem í formi verknáms.
Þá er námsmönnum heimilt að starfa í fullu starfshlutfalli í námsleyfum eins og sumarfríum og jólafríum hjá þeim atvinnurekanda sem atvinnuleyfi þeirra gildir hjá.
Framlenging atvinnuleyfis
Með umsókn um framlengingu á námsmannaleyfi þarf að skila inn sömu gögnum og með nýrri umsókn. Sé umsókn um framlengingu leyfis hjá sama atvinnurekanda skilað áður en fyrra leyfi rennur út má starfsmaður halda áfram störfum meðan umsókn um framlengingu er til vinnslu.
Það er á ábyrgð beggja umsækjanda að leggja fram þau gögn sem eru á listanum. Ef öll gögn eru ekki lögð fram með umsókninni eða upplýsingum á þeim er ábótavant leiðir það til þess að afgreiðslan tefst eða umsókninni verður synjað. Vinnumálastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum ef stofnunin telur þörf á.
Nýr atvinnurekandi
Með umsókn um nýtt atvinnuleyfi hjá nýjum atvinnurekanda þarf að skila inn sömu gögnum og með nýrri umsókn, það er, umsóknareyðublaði og ráðningarsamningi. Gæta þarf að nauðsynlegar upplýsingar komi fram á þeim gögnum og afla umsagnar stéttarfélags áður en umsókn er skilað inn til úrvinnslu.
Starfsmaður lætur af störfum
Láti starfsmaður af störfum áður en atvinnuleyfi rennur út er umsækjendum skylt að upplýsa Vinnumálastofnun um það. Nægjanlegt er að tilkynning berist með tölvupósti á atvinnuleyfi@vmst.is
Almennar reglur viðeigandi kjarasamnings gilda um uppsögn starfsmanns enda skuli starfsmenn sem starfa á grundvelli atvinnuleyfa njóta sömu réttinda og innlendir starfsmenn.
Réttur útlendings til að dveljast hér á landi að loknu námi
Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi útlendings sem lokið hefur háskólanámi hér á landi í allt að þrjú ár frá útskriftardegi til þess að leita atvinnu á grundvelli sérfræðiþekkingar hans.
Nánari upplýsingar má finna á vef Útlendingastofnunar.
Lög og reglur
Grein 13 í lögum númer 97 frá árinu 2002 um atvinnuréttindi útlendinga.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun