Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Tegundir
Getur frændi minn/frænka mín fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar?
Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar eru fyrir:
maka og sambúðarmaka,
börn yngri en 18 ára,
foreldri 67 ára og eldri, sem og
foreldri barna yngri en 18 ára.
Ekki er gert ráð fyrir að frændfólk geti fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lögum um útlendinga.
Þú getur kannað hvort frændi þinn uppfylli skilyrði dvalarleyfis á öðrum grundvelli, svo sem atvinnu eða náms.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?