Fara beint í efnið

Hvenær fæ ég svar við dvalarleyfisumsókn fyrir maka?

Umsækjandi um fyrsta dvalarleyfi þarf að gera ráð fyrir að afgreiðslutími geti verið nokkrir mánuðir. Stærstur hluti umsókna um fyrsta dvalarleyfi er afgreiddur innan sex mánaða.

Á heimasíðu Útlendingastofnunar getur þú fylgst með því hvaða umsóknir er verið að taka til vinnslu. Þegar umsókn hefur verið tekin til vinnslu þýðir það að hún sé komin til sérfræðings, sem kannar hvort umsækjandi uppfylli skilyrði dvalarleyfis. 

Ef umsókn er vel útfyllt og engin fylgigögn vantar, tekur afgreiðsla sérfræðings ekki langan tíma.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900