Fara beint í efnið

Ég er breskur ríkisborgari, hvernig sæki ég um dvalarleyfi fyrir maka?

Ef þú ert með dvalarleyfi á grundvelli útgöngusamnings við Bretland og giftir þig fyrir 1. janúar 2021, getur maki þinn sótt um á grundvelli fjölskyldusameiningar samkvæmt EES-löggjöfinni. Nánari upplýsingar eru á síðunni Dvalarréttur aðstandenda EES/EFTA-borgara.

Ef þú ert með dvalarleyfi á grundvelli útgöngusamnings við Bretland og giftir þig 1. janúar 2021 eða síðar, getur maki þinn sótt um á grundvelli fjölskyldusameiningar samkvæmt almennum reglum laganna. Nánari upplýsingar eru á síðunni Dvalarleyfi fyrir maka.

Ef þú ert með annars konar dvalarleyfi, getur maki þinn sótt um á grundvelli fjölskyldusameiningar ef leyfið þitt veitir rétt til fjölskyldusameiningar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900