Fara beint í efnið

Hver eru skilyrði dvalarleyfis fyrir námsmenn?

Til að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli náms þarft þú að vera 18 ára eða eldri (skiptinemar mega vera yngri) og fá inngöngu í nám sem er viðurkennt sem grundvöllur námsmannaleyfis:

  • Fullt nám við háskóla hér á landi.

  • Doktorsnám við erlendan háskóla sem er í samstarfi við íslenskan háskóla.

  • Skiptinám á vegum viðurkenndra skiptinemasamtaka.

  • Starfsnám í þeim tilvikum þar sem starf á Íslandi er hluti náms þíns.

  • Iðnnám vegna viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi.

Þú þarft einnig að:

  • Geta sýnt á þér deili með gildu vegabréfi.

  • Geta sýnt fram á trygga framfærslu.

  • Leggja fram sjúkratryggingu og sakavottorð.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900