Fara beint í efnið

Sækja starfsnemar um námsmannaleyfi eða atvinnuleyfi?

Starfsnemar sækja um dvalarleyfi fyrir námsmenn en með umsókninni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á innritun í háskóla, þar sem fram kemur að starf á Íslandi sé hluti af náminu.

  • Greinargerð þar sem starfsnámi er lýst.

  • Frumrit af umsókn um atvinnuleyfi vegna náms. Umsóknin þarf að vera staðfest af viðeigandi stéttarfélagi og undirrituð af umsækjanda og vinnuveitanda.

  • Frumrit af ráðningarsamning við íslenskt fyrirtæki þar sem launakjör koma fram. Launakjör verða að ná viðmiði um lágmarkslaun. Ráðningarsamningur þarf að vera undirritaður af umsækjanda og vinnuveitanda.

Útlendingastofnun sér um að áframsenda umsókn um atvinnuleyfi og ráðningarsamning til Vinnumálastofnunar til afgreiðslu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900