Fara beint í efnið

Get ég sótt um dvalarleyfi ef ég á íslenskt barn en er ekki lengur í hjúskap/sambúð með hinu foreldrinu?

Þú gætir átt rétt á dvalarleyfi á grundvelli þess að vera foreldri barns yngra en 18 ára, ef búseta þín á Íslandi er forsenda þess að barnið geti áfram búið á Íslandi. Þú þarft að vera kyn- eða kjörforeldri barnsins, hafa forsjá með því (ein/einn eða sameiginlega með hinu foreldrinu) og ætla þér að búa með barninu.

Þú gætir einnig átt rétt á dvalarleyfi til að viðhalda umgengni við barnið þitt þótt þú ætlir ekki að búa með því. Þá er skilyrði að þú hafir áður haft dvalarleyfi á öðrum grundvelli, sem ekki er hægt að endurnýja vegna breyttra aðstæðna. Þú þarft einnig að sýna fram á að þú hafir umgengni með barninu, til dæmis með samningi um umgengni barns.

Hafðu í huga að það eru fleiri skilyrði sem þú þarft að uppfylla.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900