Fara beint í efnið

Hvernig sæki ég um dvalarleyfi fyrir barn fætt á Íslandi?

Skilyrði dvalarleyfis fyrir barn eru þau sömu hvort sem sótt er um fyrir barn fætt á Íslandi eða erlendis.

Þú getur aðeins fengið útgefið dvalarleyfi fyrir barn ef þú ert kyn-eða kjörforeldri þess og hefur forsjá yfir barninu. Ekki er nægjanlegt að hafa einungis forsjá.

Þú sækir um með því að leggja fram umsókn um dvalarleyfi fyrir barn ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum svo sem fæðingarvottorði og forsjárgögnum.

Nánari upplýsingar um skilyrði og fylgigögn er að finna á síðunni Dvalarleyfi fyrir börn.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900