Fara beint í efnið

Konan mín er ólétt og búin að sækja um dvalarleyfi, getur hún komið til Íslands og fætt barnið hér?

Ef konan þín er ekki áritunarskyld getur hún komið hingað sem ferðamaður að því gefnu að hún hafi ekki þegar dvalið 90 daga á Schengen svæðinu. Henni er þá heimilt að dvelja á landinu meðan dvalarleyfisumsóknin er afgreidd.

Ef konan þín er áritunarskyld getur hún ekki komið til landsins fyrr en dvalarleyfi hefur verið veitt þar sem ekki eru gefnar út vegabréfsáritanir í þessum tilgangi.

Hafið í huga að ef hún er ekki sjúkratryggð á Íslandi þurfið þið að greiða lækniskostnað sem hlýst af fæðingunni.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900