Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við Ísland

Umsókn um dvalarleyfi

Skilyrði


Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa

  • að geta sannað á sér deili með gildu vegabréfi

  • að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi

  • að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði


Sérstök skilyrði vegna sérstakra tengsla við Ísland

  • Þú verður að vera 18 ára eða eldri.

  • Þú mátt ekki falla undir aðra dvalarleyfisflokka eða uppfylla skilyrði þeirra.

  • Þú þarft að hafa sérstök tengsl við Ísland samkvæmt lögum og reglugerð um útlendinga.

    • Til sérstakra tengsla geta meðal annars talist tengsl sem útlendingur hefur stofnað til meðan á dvöl hans hér á landi hefur staðið samkvæmt útgefnu dvalarleyfi sem verður ekki endurnýjað eða hefur verið afturkallað vegna breyttra aðstæðna eða annarra atvika.

    • Til sérstakra tengsla teljast ekki þau tengsl sem myndast við dvöl hér á landi á grundvelli dvalarleyfis fyrir námsmann, sjálfboðaliða, trúboða eða fórnarlamb mansals, vegna vistráðningar, vinnudvalar fyrir ungt fólk, bráðabirgðadvalarleyfis eða langtímavegabréfsáritunar.

    • Með sérstökum tengslum er auk þess ekki átt við fjölskyldutengsl umsækjanda þar eð þau falla undir ákvæði laga um fjölskyldusameiningu.

    • Hafi dvalarleyfi eða ótímabundið dvalarleyfi útlendings verið afturkallað þar sem útlendingur hefur við umsókn gegn betri vitund veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna, til dæmis ef um málamyndagerning er að ræða eða ef rökstuddur grunur er um það, geta þau tengsl sem útlendingur hefur myndað við landið á þeim tíma ekki talist til sérstakra tengsla.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun