Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við Ísland

Umsókn um dvalarleyfi

Dvalarleyfi veitt

Ef þú uppfyllir öll skilyrði dvalarleyfis er leyfið veitt og þú færð senda tilkynning um að umsóknin hafi verið samþykkt.

Þurfir þú vegabréfsáritun til að komast til Íslands sendir Útlendingastofnun beiðni um svokallaða komuáritun til viðeigandi sendiráðs, sjá nánari upplýsingar um hvað sendiráð veita slíka áritun.

Útgáfa dvalarleyfis

Áður en dvalarleyfið er gefið út þarftu að

  • mæta í myndatöku fyrir dvalarleyfiskort, annað hvort til Útlendingastofnunar, þar er nauðsynlegt að panta tíma, eða til sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

    • Nauðsynlegt er að hafa vegabréf meðferðis til staðfestingar á auðkenni.

  • leggja fram tilkynningu um dvalarstað.

  • gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins, ef við á.

Þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði er dvalarleyfið gefið út og dvalarleyfiskort pantað. Framleiðsla korts tekur að jafnaði um 10 daga. Þú færð sent sms þegar kortið er tilbúið til afhendingar í afgreiðslu Útlendingastofnunar að Dalvegi 18. Ef þú vilt heldur sækja kortið á skrifstofu sýslumannsembættis utan höfuðborgarsvæðisins skaltu taka það fram þegar þú mætir í myndatöku.

Útlendingastofnun sendir jafnframt beiðni um skráningu lögheimilis þíns í þjóðskrá til Þjóðskrár sem úthlutar þér íslenskri kennitölu.

Hafir þú ekki mætt til myndatöku, tilkynnt um dvalarstað og gengist undir læknisskoðun innan 90 daga frá tilkynningu um veitingu dvalarleyfis verður leyfi ekki útgefið. Það getur leitt til ólögmætrar dvalar, brottvísunar og endurkomubanns.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun