Fara beint í efnið

Í ákveðnum tilvikum er heimilt að vísa útlendingi úr landi ef hann uppfyllir ekki skilyrði um dvöl hér á landi. Brottvísun felur að jafnaði í sér endurkomubann til Íslands eða á Schengen-svæðið.

Almennt um brottvísun

Heimildir til brottvísunar eru þrengri eftir því sem útlendingurinn sem um ræðir hefur ríkari rétt til dvalar hér á landi. Þannig eru heimildir til brottvísunar útlendings sem er með dvalarleyfi eða ótímabundið dvalarleyfi hér á landi þrengri heldur en heimildir til brottvísunar útlendings sem er án dvalarleyfis. Sömuleiðis eru heimildir til brottvísunar EES/EFTA-borgara og aðstandanda hans þrengri heldur en til brottvísunar ríkisborgara utan EES/EFTA-svæðisins.

Lög

Heimildir til brottvísunar er að finna í 95. til 103. grein laga um útlendinga.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun