Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Þurfa allir að gangast undir læknisskoðun til að fá útgefið dvalarleyfi?
Erlendir ríkisborgarar þurfa að gangast undir læknisrannsókn vegna sóttnæmra sjúkdóma eftir að umsókn þeirra um dvalarleyfi hefur verið samþykkt og þeir eru komnir til landsins, ef þeir koma frá:
Mið- og Suður-Ameríku, þar með talið Mexíkó,
Evrópu utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES),
Asíu eða
Afríku.
Læknisskoðunin er skilyrði fyrir því að fá útgefið dvalarleyfi og dvalarleyfiskort.
Umsækjendur frá löndum innan EES, Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Japan eða Ísrael þurfa ekki að gangast undir læknisrannsókn.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?