Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Hvaða gögn þarf að leggja fram í frumriti með dvalarleyfisumsókn?
Umsóknareyðublöðum fyrir fyrstu dvalarleyfi þarf að skila í frumriti sem og framfærslugögnum og umsóknum um atvinnuleyfi og ráðningarsamningum.
Eftirtöldum erlendum skjölum þarf að skila í lögformlega staðfestu frumriti eða sem staðfest afrit af lögformlega staðfestu frumriti, eftir því sem við á:
Með umsókn um dvalarleyfi fyrir maka:
Hjúskaparvottorð, fyrir hjúskaparmaka.
Hjúskaparstöðuvottorð, fyrir sambúðarmaka.
Með umsókn um dvalarleyfi fyrir barn:
Fæðingarvottorð.
Hjúskaparstöðuvottorð, ef barn er 16 ára eða eldra.
Gögn til að sýna fram á forsjá (forsjárgögn, skilnaðargögn eða dánarvottorð).
Samþykki hins forsjárforeldris, ef barn hefur tvo forsjárforeldra og er að sameinast öðru forsjárforeldrinu á Íslandi.
Með umsókn um dvalarleyfi fyrir foreldri 67 ára og eldri:
Fæðingarvottorð barns umsækjanda, sem óskað er eftir að sameinast á Íslandi.
Með umsókn um dvalarleyfi fyrir foreldri barns yngra en 18 ára:
Fæðingarvottorð barns umsækjanda, sem óskað er eftir að sameinast á Íslandi.
Gögn til að sýna fram á forsjá (forsjárgögn, skilnaðargögn eða dánarvottorð).
Ef ofantalin erlend skjöl eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli þarf jafnframt að skila staðfestu afriti eða frumriti þýðingar löggilts skjalaþýðanda. Ef þýðing er unnin af skjalaþýðanda sem ekki hefur fengið löggildingu á Íslandi þarf frumrit þýðingarinnar að vera lögformlega staðfest.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?