Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Ég lagði inn gögn með umsókn um vegabréfsáritun, þarf ég að leggja sömu gögn inn aftur með dvalarleyfisumsókn?
Gögn með umsóknum um vegabréfsáritanir eru lagðar fram hjá sendiráðum, þar sem þær eru afgreiddar, en ekki hjá Útlendingastofnun. Fylgigögn umsókna um dvalarleyfi eru auk þess almennt ekki þau sömu og með umsókn um vegabréfsáritun.
Ef þú ert að sækja um dvalarleyfi og telur að einhver þeirra fylgigagna sem þér ber að skila með umsókn liggi nú þegar hjá Útlendingastofnun geturðu haft samband og beðið okkur að kanna málið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?