Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Ég var að skilja og get ekki uppfyllt skilyrði um framfærslu við endurnýjun dvalarleyfis, hvað get ég gert?
Útlendingastofnun er heimilt að víkja frá skilyrðinu um trygga framfærslu í tilfellum þar sem framfærsla hefur verið ótrygg um stuttan tíma, til dæmis vegna atvinnuleysis, slyss eða veikinda, eða vegna sambærilegra ástæðna, svo sem ef umsækjandi hefur fengið félagsaðstoð í nokkra mánuði eða hlotið fæðingarstyrk, og eins ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því.
Við umsókn um endurnýjun óskar þú eftir undanþágu frá skilyrðinu um framfærslu og leggur fram greinargerð með umsókninni ásamt gögnum sem styðja mál þitt, svo sem skilnaðarvottorð.
Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfis.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?