Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Ég er að skipta um dvalarleyfisgrundvöll, þarf ég að leggja inn sömu gögn og þegar ég sótti um dvalarleyfi í fyrsta skipti?

Þú þarft ekki að leggja inn öll sömu gögn og þegar þú sóttir um dvalarleyfi í fyrsta skipti.

Þegar þú skiptir um dvalarleyfisgrundvöll þarftu að leggja inn sömu gögn og við endurnýjun dvalarleyfis, þ.e. afrit vegabréfs og framfærslugögn, ásamt þeim gögnum sem eiga sérstaklega við um nýja dvalarleyfið.

Til dæmis ef þú varst með dvalarleyfi vegna náms og vilt sækja um dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar þarftu að leggja inn afrit vegabréfs og framfærslugögn, ásamt umsókn um atvinnuleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar og ráðningarsamning.

Nánari upplýsingar um endurnýjun dvalarleyfis eru hér.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900