Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Hvernig sæki ég um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk?
Sótt er um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk með stafrænni umsókn á netinu. Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að fylla út umsóknina.
Þú þarft að sækja um endurnýjun áður en gildistími fyrra leyfis rennur út. Þú sérð gildistíma dvalarleyfisins á dvalarleyfiskortinu þínu.
Ef þú uppfyllir áfram skilyrði dvalarleyfis er það endurnýjað. Eftir að þú færð svar þarftu að mæta í myndatöku í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins. Mundu eftir skilríkjum til að sanna hver þú ert.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?