Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Hvernig sæki ég um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk?

Sótt er um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk með stafrænni umsókn á netinu. Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að fylla út umsóknina.

Þú þarft að sækja um endurnýjun áður en gildistími fyrra leyfis rennur út. Þú sérð gildistíma dvalarleyfisins á dvalarleyfiskortinu þínu.

Ef þú uppfyllir áfram skilyrði dvalarleyfis er það endurnýjað. Eftir að þú færð svar þarftu að mæta í myndatöku í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins. Mundu eftir skilríkjum til að sanna hver þú ert.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900