Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og ríkisborgararétt í Evrópuríki, þarf ég að sækja um dvalarleyfi?

Ríkisborgarar ríkja á EES/EFTA-svæðinu þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi á Íslandi, óháð öðru ríkisfangi þeirra.

EES/EFTA-borgarar eru ríkisborgarar: Austurríkis, Belgíu, Búlgaríu, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlands, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgals, Póllands, Rúmeníu, Spánar, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Svíþjóðar, Tékklands, Ungverjalands og Þýskalands.

Ef EES/EFTA-borgarar vilja dvelja á Íslandi lengur en sex mánuði þurfa þeir að skrá sig hjá Þjóðskrá.

Ríkisborgarar Danmerkur (þar með talið Færeyjar, Grænland og Álandseyjar), Finnlands, Noregs og Svíþjóðar skrá sig sem norrænir ríkisborgarar.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900