Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Þarf ég að leggja fram sakavottorð frá fleiri ríkjum en búseturíki?

Nei, þú þarft ekki að leggja fram sakavottorð frá fleiri ríkjum en búseturíki þegar þú leggur inn umsókn. Útlendingastofnun gerir kröfu um sakavottorð frá því landi þar sem umsækjandi hefur búið síðastliðna 6 mánuði.

Hafðu í huga að eftir að umsókn hefur verið tekin til vinnslu getur Útlendingastofnun óskað eftir lögformlega staðfestu frumriti sakavottorðs eða að lögð séu fram sakavottorð frá fleiri ríkjum en búseturíki, ef ástæða þykir til.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900