Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði

Hvernig endurnýja ég dvalarleyfið mitt?

Þú endurnýjar dvalarleyfið með stafrænum hætti á netinu. Nauðsynlegt er að sækja um endurnýjun áður en fyrra dvalarleyfi fellur úr gildi.

Athugaðu að einungis er hægt að nota þessa umsókn til að endurnýja núgildandi dvalarleyfi. Ekki er hægt að nota þessa umsókn ef þú vilt sækja um dvalarleyfi á öðrum grundvelli, til dæmis ef þú ert með námsmannaleyfi en vilt sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu.

Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að fylla út umsóknina.

Gjald fyrir umsókn um endurnýjun dvalarleyfis er 16.000 krónur.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900