Útlendingastofnun: Dvalarleyfi - Almenn skilyrði
Má ég leggja fram erlent læknisvottorð í stað þess að fara í læknisskoðun á Íslandi?
Ekki er heimilt að leggja eingöngu fram erlent læknisvottorð í stað þess að fara í hefðbundna læknisskoðun vegna útgáfu dvalarleyfis.
Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hins vegar hugsanlegt að hægt sé að nýta niðurstöður úr nýlegum rannsóknum erlendis frá, ef þær uppfylla verklagsreglur sóttvarnalæknis um læknisrannsókn á fólki sem flyst til Íslands. Skoða þarf hvert tilvik fyrir sig.
Óskir þú eftir því að reyna þessa leið er þér bent á að hafa samband við Domus Medica og leggja fram erlent læknisvottorð sem ekki er eldra en þriggja mánaða.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?