Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við Ísland

Umsókn um dvalarleyfi

Réttindi og skyldur

  • Dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við Ísland má veita til allt að eins árs.

  • Dveljist handhafi leyfisins lengur en þrjá mánuði samfellt erlendis getur dvalarleyfið verið fellt niður. Dvalarleyfi útlendings fellur sjálfkrafa niður þegar lögheimili hans, sem skráð var hér á landi, hefur verið skráð erlendis í þrjá mánuði.

Réttur til endurnýjunar leyfis

  • Dvalarleyfið má endurnýja í allt að eitt ár í senn, hafi forsendur fyrir veitingu leyfis ekki breyst.

  • Þrátt fyrir að dvalarleyfi hafi fallið niður er hægt að sækja um endurnýjun á dvalarleyfi, ef það er gert innan gildistíma fyrra dvalarleyfis og sanngirnisástæður mæla með því.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Réttur til að vinna

  • Dvalarleyfinu fylgir heimild til að vinna án atvinnuleyfis.

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

  • Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

    • Athugið að eitt af skilyrðum ótímabundins dvalarleyfis er að hafa ekki hafa dvalist meira en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun