Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Hvert skila ég hjálpartækjum ?
Endurnýtanlegum hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga skal skila eftir notkun. Móttaka er á Vínlandsleið 6-8. Opið mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 10:00-15:00 og föstudaga frá klukkan 08:00 - 13:00.
Einstaklingar sem búa utan Höfuðborgarsvæðis geta komið tækjunum til Flytjanda sem kemur tækjunum til Sjúkratrygginga að kostnaðarlausu. Flytjandi sér einnig um að sækja stærri hjálpartæki eins og rúm og þess háttar hjálpartæki sem eru of stór eða þung fyrir meðal bíl.
Nauðsynlegt er upplýsingar fylgi með um kennitölu þess einstaklings sem var með tækið svo að hægt sé að skrá það í skil.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?