Fara beint í efnið

Ég þarf að nota þrýstisokka/þrýstibúnað fyrir handleggi, fætur eða bol. Er hægt að sækja um styrk?

Já, hægt er að sækja um styrk til kaupa á þrýstisokkum/þrýstibúnaðar vegna bruna, langvinnra alvarlegra bláæða/sogæðavandamála og langvarandi bjúgsöfnunar vegna lömunar. Samþykkt eru 3 pör af þrýstisokkum á 12 mánaða tímabili, þrýstingur skal að lágmarki vera 18 mmHg. Að jafnaði eru samþykktar 2 þrýstiermar á 12 mánaða tímabili.

Almennt er styrkur 70% en 90% fyrir börn og 100% vegna bruna.

Greiðsluþátttaka vegna tilbúinna þrýstisokka er 11.600 krónur miðað við 100% styrk en annars hlutfall af þeirri upphæð (90% 10.450 krónur og 70% 8.150 krónur).

Sérsaumaðir þrýstisokkar eru samþykktir þegar um er að ræða veruleg líkamleg frávik vegna sjúkdóma, byggingarlags eða slysa og sogæðabjúgs, stig I. Styrkupphæð slíkra þrýstissokka er tvöföld miðað við tilbúna þrýstisokka.

Sérsaumaðir þrýstisokkar úr flatsaum eru samþykktir fyrir notendur með staðfestan sogæðabjúg (lymphoedema) stig II-III og skal sjúkdómsgreining staðfest af æðaskurðlækni að undangengnum rannsóknum. Styrkupphæð slíkra þrýstisokka er byggð á kostnaðarmati hverju sinni.

Það er metið hverju sinni hvernig þrýstisokka/þrýstibúnað þarf.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?