Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Ég þarf að nota spelku, er hægt að sækja um styrk til kaupa á henni?
Já, hægt er að sækja um styrk til kaupa á spelku vegna:
staðfestra slitbreytinga sem valda langvarandi skerðingu á færni
mjög alvarlegra tognanna
mjúkvefjaslits s.s. liðbönd og vöðvar
brota sem valda varanlegum skaða
varanlegs taugaskaða
hrörnunarsjúkdóma
Með umsókn frá heilbrigðisstarfsmanni þarf að fylgja sjúkdómsgreining, færnilýsing og rökstuðningur fyrir þörf.
Greiðsluhlutfall er 70% eða 100% eftir alvarleika og tímalengd notkunar. Samþykkt slysamál eru greidd 100% samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga.
Samningur er við ákveðin fyrirtæki um spelkur:
Eirberg, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík, sími 569-3100
Fastus, Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 580-3900
Inter ehf., Sóltúni 20, 105 Reykjavík, sími 551-0230
Stoð hf., Trönuhrauni 8, 220 Hafnarfjörður, sími 565-2885
Stoðtækni ehf., Lækjargötu 34a, 220 Hafnarfirði, sími 533-1314
Össur, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, sími 515-1300
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?