Fara beint í efnið

Er hægt að sækja um styrk til kaupa á bæklunarskóm?

Já, hægt er að sækja um styrk þegar um alvarlega aflögun fóta er að ræða. Samþykktir eru tilbúnir bæklunarskór, sérsmíðaði hálftilbúnir bæklunarskór og sérsmíðaðir skór allt eftir alvarleika aflögunar fóta og er það metið af viðurkenndum bæklunarskósmiðum og/eða stoðtækjafræðingum hvers konar skóbúnaðar þörf er á.

Að jafnaði er samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga.

Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 47.000 krónur fyrir tilbúna bæklunarskó, 99.000 krónur fyrir hálf sérsmíðaða skó og 210.000 krónur fyrir sérsmíðaða skó.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?