Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Er hægt að sækja um styrk til kaupa á heyrnartæki?
Já, hægt er að sækja um styrk til Sjúkratrygginga vegna heyrnartækjakaupa hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð Íslands en seljendur verða að hafa hlotið staðfestingu landlæknis samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 786/2007. Til viðbótar við Heyrnar- og talmeinastöð Ísland eru eftirtaldir: Heyrðu, Heyrn, Heyrnartækni, Heyrnarstöðin og Lyfja Heyrn. Seljandi sendir rafræna umsókn úr Gagnagátt.
Styrkurinn greiðist sjálfvirkt beint til seljanda sem dregur á móti styrkupphæðina frá verði heyrnartækja.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?