Fara beint í efnið

Er hægt að sækja um styrk til kaupa á heyrnartæki?

Já, hægt er að sækja um styrk til Sjúkratrygginga vegna heyrnartækjakaupa hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð Íslands en seljendur verða að hafa rekstrarleyfi frá heilbrigðisráðuneyti. Til viðbótar við Heyrnar- og talmeinastöð Ísland eru eftirtaldir: Heyrðu, Heyrn, Heyrnartækni, Heyrnarstöðin og Lyfja Heyrn. Seljandi sendir rafræna umsókn úr Gagnagátt.

Rétt á styrk eiga sjúkratryggðir eldri en 18 ára sem hafa tónmeðalgildi á betra eyra að lágmarki 30 dB. Hægt er að sækja um styrk á 4ra ára fresti.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?