Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Er hægt að sækja um styrk til kaupa á næringardrykkjum fyrir íbúa á hjúkrunarheimili?
Nei, styrkir eru ekki veittir til kaupa á næringarefnum og sérfæði fyrir einstaklinga sem dveljast á sjúkrastofnunum eða öldrunarstofnunum. Í þeim tilvikum skal viðkomandi sjúkrahús eða stofnun sjá hlutaðeigandi fyrir næringarefnum og sérfæði.
Þó er greitt fyrir einstaklinga með innkaupaheimild í gildi á meðan þeir dveljast á áðurnefndum stofnunum til skamms tíma (skammtímadvöl), þó að hámarki sex vikur.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?