Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Er hægt að sækja um styrk ef heyrnartæki eru keypt erlendis?
Styrkur er aðeins veittur vegna kaupa hjá seljendum sem hafa hlotið staðfestingu landlæknis samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 786/2007. Til viðbótar við Heyrnar- og talmeinastöð eru það eftirtaldir: Heyrðu, Heyrn, Heyrnartækni, Heyrnarstöðin og Lyfja Heyrn. Af þessu leiðir að ekki er hægt að sækja um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum erlendis.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?