Fara beint í efnið

Er næring um slöngu (sondunæring) niðurgreidd?

Greitt er það sem er umfram neðangreindar upphæðir fyrir hvern mánaðarskammt. Kostnaður einstaklings er því tiltekin upphæð á mánuði.

  • 0-5 ára: 9.000 krónur

  • 6-9 ára: 17.900 krónur

  • 10-12 ára: 26.900 krónur

  • 13-17 ára: 35.900 krónur

  • 18 ára og eldri: 44.900 krónur

Upphæðin tekur mið af aldri og hlutfalli orkuþarfar sem fæst um slöngu. Ef næring um slöngu er aðeins hluti af orkuþörf lækkar upphæðin í hlutfalli við það.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?