Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Er bitgómur vegna kæfisvefns niðurgreiddur?
Já, styrkur er veittur ef öndunaratburðir mælast AHI 5 eða meira en niðurstöður svefnmælinga þurfa að fylgja umsókn. Eftirtaldir aðilar eru viðurkenndir til svefnmælinga:
Landspítalinn Fossvogi (lungnadeild A6 og göngudeild A3)
Sjúkrahúsið á Neskaupsstað
Sjúkrahúsið á Akureyri
Reykjalundur
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum
Læknasetrið
Greiðsluþátttaka er 70% en að hámarki 45.000 krónur. Endurnýjun er samþykkt á 6 ára fresti.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?