Fara beint í efnið

Hver eru skilyrði fyrir viðgerðarþjónustu hjálpartækja?

Skilyrði viðgerðarþjónustu hjálpartækja eru eftirfarandi:

  • Hjálpartækið er í eigu Sjúkratrygginga og er skráð á notenda tækis

  • Hjálpartæki sé ekki lengur í ábyrgð hjá seljanda

  • Viðgerð skal framkvæmd á verkstæði sem er með samning við Sjúkratryggingar og/eða af viðurkenndum aðilum

  • Hjálpartæki skal sent til viðkomandi þjónustuaðila sem sinnir viðgerðarþjónustu (á tækinu er að finna auðkenningu um söluaðila á límmiða)

  • Fylgja skal með blað sem inniheldur upplýsingar um nafn notanda, kennitölu og lýsingu á vandamálinu sem þarf að gera við

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?