Sjúkratryggingar: Hjálpartæki og næring
Er hægt að sækja um styrk vegna húðflúrs á augabrúnir?
Já það er hægt og fellur undir styrk sem er veittur til kaupa á hárkollum og/eða sérsniðnum höfuðfötum og húðflúri á augabrúnum og augnlínum þegar um er að ræða:
varanlegt hárleysi
hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar
útbreiddan langvarandi blettaskalla (í meira en eitt ár)
Styrkurinn er 188.000 krónur og er veittur til tveggja ára í senn.
Húðflúr þarf að vera gert á snyrti- og/eða húðflúrstofum með viðurkennt starfsleyfi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?