Fara beint í efnið

Ellilífeyrir

Við 65 ára aldur má sækja um ellilífeyri og tengdar greiðslur til Tryggingastofnunar ríkisins. Lífeyrisgreiðslur skiptast í nokkra flokka auk styrkja og bóta sem hægt er að sækja um.

Umsóknir

Nauðsynlegt er að sækja um að útborgun ellilífeyris hefjist. Ellilífeyrir myndast þó sjálfkrafa hjá örorkulífeyrisþegum næsta mánuð eftir að viðkomandi nær 67 ára aldri.

Tryggingastofnun ríkisins (TR) sér um afgreiðslu lífeyris.
Umboðsskrifstofur TR.

Tilvonandi lífeyrisþegar fá umsóknareyðublað sent frá TR skömmu áður en 67 ára aldri er náð, ásamt helstu upplýsingum um lífeyrisréttindi sín.

Þegar sótt er um ellilífeyri þarf jafnframt að skila inn tekjuáætlun. Allar breytingar á tekjum frá því sem TR hefur upplýsingar um þarf að tilkynna.

Lífeyrisgreiðslur eru skattskyldar eins og launa- og lífeyrissjóðstekjur.

Skattkorti má skipta á milli TR og lífeyrissjóða eða annarra launagreiðenda ef lífeyrisþegi hefur aðrar tekjur en ellilífeyri. Einnig má nýta ónýttan persónuafslátt maka.

Umsókn um ellilífeyri

Lífeyrisþegar

Greiðslur ellilífeyris hefjast við 67 ára aldur.

Hægt er að fresta lífeyristöku allt til 72 ára aldurs en bótafjárhæð hækkar um 0,50% fyrir hvern mánuð sem frestað er.

Sá sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár getur fengið lífeyri frá 60 ára aldri.

Sá sem búið hefur hér á landi í 40 ár á aldrinum 16–67 ára á rétt á fullum ellilífeyri. Greiðslur eru annars í hlutfalli við búsetutíma.

Þeir sem dvalið hafa eða starfað erlendis geta átt rétt á lífeyrisgreiðslum í viðkomandi landi. TR hefur í mörgum tilvikum milligöngu um umsóknir. Réttindi erlendis

Lífeyrisréttindi

Ellilífeyrisgreiðslur samanstanda af:

  1. ellilífeyri,

  2. tekjutryggingu og

  3. heimilisuppbót – greidd þeim er sjá einir um heimilisrekstur og hafa tekjutryggingu.

Ellilífeyrisþegi getur til viðbótar átt rétt á uppbót á lífeyri sem er greidd þeim sem ekki getur framfleytt sér að öðrum kosti.

  • Sótt er sérstaklega um uppbót þegar þannig aðstæður skapast.

  • Upphæð uppbótar er metin í hverju tilviki og eru greiðslurnar tímabundnar.

Auk ellilífeyris geta lífeyrisþegar átt rétt á ýmsum styrkjum og bótum sem rétt er að kynna sér og sækja um samhliða umsókn um ellilífeyri.

Ellilífeyrir og tengdar greiðslur almannatrygginga eru tekjutengdar og lækka þegar mánaðartekjur einstaklings fara yfir tiltekin tekjumörk.

Þeir sem safnað hafa lífeyrissparnaði um ævina fá eftirlaun greidd úr sínum lífeyrissjóði.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun